STÓRSIGUR Denver Nuggets gegn Seattle í NBA-deildinni aðfaranótt mánudags féll í skuggann af 22. sigurleik Houston Rockets í röð. Denver lagð Seattle, 168:116, og er þetta fjórða hæsta stigaskor í venjulegum leiktíma í sögu NBA-deildarinnar.

STÓRSIGUR Denver Nuggets gegn Seattle í NBA-deildinni aðfaranótt mánudags féll í skuggann af 22. sigurleik Houston Rockets í röð. Denver lagð Seattle, 168:116, og er þetta fjórða hæsta stigaskor í venjulegum leiktíma í sögu NBA-deildarinnar. Þegar litið er yfir met í stigaskorun í NBA-deildinni kemur nafn Denver Nuggets oft við sögu.

Denver Nuggets setti félagsmet í stigaskorun í 168:116-sigri liðsins gegn Seattle. Þetta er fjórða hæsta stigaskor í venjulegum leiktíma í NBA-deildinni frá upphafi. Boston Celtics og Phoeniz Suns deila metinu sem er 173 stig. Boston skoraði 173 stig árið 1959 gegn Minneapolis en Phoenix skoraði 173 stig gegn Denver árið 1990. Philadelphia er í þriðja sæti á þessum lista með 163 stig gegn New York á Knicks árið 1962 og í fimmta sæti er Cincinnati sem skoraði 165 stig gegn San Diego árið 1970. Cincinnati varð síðar að Kansas City en í dag er liðið staðsett Sacramento. Detroit Pistons hefur skorað flest stig í einum leik, 186, Denver Nuggets árið 1983 en sá leikur var þríframlengdur.

Denver er í mikilli baráttum við Golden State Warriors um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppninni í Vesturdeildinni.

Denver er 2 sigurleikjum fyrir neðan Golden State en flest lið eiga um 17 leiki eftir af keppnistímabilinu.