Seðlabankinn í Eþíópíu lætur nú rannsaka hvort gullbirgðir bankans séu úr skíragulli eða einhverjum öðrum efnum. Suður-Afríkumenn skiluðu nefnilega gullstöngum sem reyndust vera gyllt stál.
Seðlabankinn í Eþíópíu lætur nú rannsaka hvort gullbirgðir bankans séu úr skíragulli eða einhverjum öðrum efnum. Suður-Afríkumenn skiluðu nefnilega gullstöngum sem reyndust vera gyllt stál. Nokkrir starfsmenn seðlabankans hafa verið handteknir auk sérfræðinga sem áttu að staðfesta að gullið sem bankinn keypti væri ekta vara. Nokkrar falskar gullstangir hafa fundist í bankanum sjálfum.