Jöklar heimsins hopa nú hraðar en nokkru sinni fyrr, samkvæmt nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Jöklar heimsins hopa nú hraðar en nokkru sinni fyrr, samkvæmt nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Jöklarnir sem stofnunin hefur fylgst með hopuðu að meðaltali um 30 sentimetra á ári á árunum 1980 til 1999, en hopuðu að meðaltali um 1,5 metra 2006.

Þróunin hefur verið hvað hröðust í evrópsku Ölpunum og Pýreneafjöllum. Sérfræðingar hafa kallað eftir tafarlausum viðbrögðum, en með sama áframhaldi mun fjöldi jökla hverfa á næstu áratugum. aí