London. AFP, AP. | Írakar líta nú framtíðina bjartari augum en áður og 55% aðspurðra segjast ánægðir með lífið en hlutfallið var aðeins 39% í sams konar könnun í ágúst.

London. AFP, AP. | Írakar líta nú framtíðina bjartari augum en áður og 55% aðspurðra segjast ánægðir með lífið en hlutfallið var aðeins 39% í sams konar könnun í ágúst. Telja þeir að þakka beri fyrst og fremst stjórnvöldum í Írak, lögreglunni og hernum að ástandið hafi lagast.

Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem ABC -sjónvarpsstöðin lét gera í samstarfi við fleiri stöðvar. 46% Íraka segja að ástandið verði orðið betra eftir ár, hlutfallið var aðeins 23% í fyrra..

Nú telja 53% Íraka að auknar öryggisráðstafanir í Anbar-héraði og Bagdad á vegum Bandaríkjahers hafi dregið úr öryggi íbúanna en í sambærilegri könnun frá því í ágúst í fyrra töldu hins vegar 70% Íraka að ástandið hefði versnað á umræddum svæðum eftir að Bandaríkjamenn fjölguðu í liði sínu. Að þessu sinni segjast 38% Íraka vilja að erlendi herinn fari strax frá landinu en hlutfallið var 47% í fyrra. 49% telja nú að innrásin 2003 hafi verið réttmæt.