Helgi Sigurðsson
Helgi Sigurðsson
„ÞETTA var sársaukafullt, eins og hnífur væri rekinn í gegnum lærið á mér þegar ég klemmdist á milli tveggja mótherja, en ég er mun betri í dag,“ sagði Helgi Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu úr Val, sem fór meiddur af velli í...

„ÞETTA var sársaukafullt, eins og hnífur væri rekinn í gegnum lærið á mér þegar ég klemmdist á milli tveggja mótherja, en ég er mun betri í dag,“ sagði Helgi Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu úr Val, sem fór meiddur af velli í landsleiknum gegn Færeyjum í fyrradag.

Helgi tognaði aftan í læri og þar með er tvísýnt hvort hann verður heill fyrir leikinn í Slóvakíu í næstu viku.

„Sjúkraþjálfarinn minn var tiltölulega bjartsýnn á að þetta væri ekki alvarlegt en væntanlega ræðst á næstu 48 tímunum hvort ég verð nógu góður til að ná leiknum í Slóvakíu. Lærið kom vel út í styrktarmælingu í dag en ég hef aldrei orðið fyrir svona meiðslum áður og þekki því ekki vel til þeirra. Það þýðir ekkert að fara með liðinu út ef ég verð ekki kominn í gang áður en að því kemur. Þetta er fyrst og fremst barátta við tímann en ég vona það besta,“ sagði Helgi við Morgunblaðið í gær.