VIÐSKIPTABLAÐIÐ stendur fyrir morgunfundi í dag, þriðjudaginn 18. mars, kl. 8.15-10, á Kjarvalsstöðum, undir yfirskriftinni: Er allt að fara til fjandans – eða er útlitið bjart í íslenskum efnahagsmálum?

VIÐSKIPTABLAÐIÐ stendur fyrir morgunfundi í dag, þriðjudaginn 18. mars, kl. 8.15-10, á Kjarvalsstöðum, undir yfirskriftinni: Er allt að fara til fjandans – eða er útlitið bjart í íslenskum efnahagsmálum?

Fundurinn hefst á erindi Haraldar Johannessen, ritstjóra Viðskiptablaðsins, og í kjölfarið fylgja erindi Eggerts Benedikts Guðmundssonar, forstjóra HB Granda, Stefáns Péturssonar, forstjóra HydroKraft Invest, Sigurjóns Þ. Árnasonar, bankastjóra Landsbankans og dr. Gunnars Haraldssonar, forstöðumanns Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Í lok fundar verður orðið gefið laust fyrir spurningar og athugasemdir úr sal. Fundurinn stendur frá kl. 8.15 til 10 en húsið verður opnað kl. 7.45 með morgunverði. Fundurinn er öllum opinn en skráning fer fram á www.vb.is.