Enn lítur út fyrir að stjórnvöld ætli unga fólkinu að bera mestu byrðarnar hvað það varðar. Það verður að leita leiða um nýja þjóðarsátt um stjórn efnahagsmála.

Enn lítur út fyrir að stjórnvöld ætli unga fólkinu að bera mestu byrðarnar hvað það varðar.

Það verður að leita leiða um nýja þjóðarsátt um stjórn efnahagsmála. Stóru liðirnir í þeirri þjóðarsátt er að við búum við gjaldmiðil sem má treysta en feykist ekki undan á floti eins og nú er. Að almenningur búi við sambærileg lánakjör og verðlag og í nágrannalöndum okkar. Okurstefnan gengur ekki lengur. Allra síst þegar sverfur að.

Er ekki kominn tími til að breyta til og taka almannahagsmuni framyfir sérhagsmuni?

Jón Magnússon

jonmagnusson.blog.is