Heimilislausir Hlutfallið er um fjórum sinnum hærra í New Orleans en öðrum borgum Bandaríkjanna.
Heimilislausir Hlutfallið er um fjórum sinnum hærra í New Orleans en öðrum borgum Bandaríkjanna.
Hlutfall heimilislausra í borginni New Orleans er nú það hæsta í nokkurri borg Bandaríkjanna frá því að skráning hófst um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Um 12 þúsund af íbúum borgarinnar eru nú án heimilis, sem gerir um einn af hverjum 25 íbúum.

Hlutfall heimilislausra í borginni New Orleans er nú það hæsta í nokkurri borg Bandaríkjanna frá því að skráning hófst um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Um 12 þúsund af íbúum borgarinnar eru nú án heimilis, sem gerir um einn af hverjum 25 íbúum. Hlutfallið er um tvisvar sinnum hærra en áður en fellibylurinn Katrín gekk yfir Mexíkóflóa og olli gríðarlegri eyðileggingu í suðurríkjum Bandaríkjanna í lok ágústmánaðar 2005.

Hlutfall heimilislausra er um fjórum sinnum hærra í New Orleans, en í flestum borgum Bandaríkjanna þar sem að jafnaði tæplega einn af hverjum hundrað er án heimilis. Sú borg sem kemst hvað næst New Orleans er Atlanta, þar sem 1,4 prósent íbúa eru heimilislaus.

Ray Nagin, borgarstjóri New Orleans, segist ætla að taka á málinu og hefur meðal annars biðlað til Bandaríkjastjórnar að útvega borgaryfirvöldum fjárveitingu til að geta fengist við vandamálið. Mörg heimili fyrir heimilislausa og fjölmargar stofnanir fyrir geðveika hafa verið lokaðar frá því að Katrín gekk yfir.

Sprungur í kerfinu

Mike Miller, talsmaður UNITY, samtaka sem aðstoða heimilislausa í New Orleans, segir flesta hinna heimilislausu hafa flúið borgina eftir fellibylinn og snúið aftur til borgarinnar og að þeir hafi ekkert fjárhagslegt bolmagn til að borga leigu fyrir húsnæði. Auk þess sé um að ræða verkafólk sem missti vinnuna eftir að hafa unnið að hjálparstarfi á svæðinu og fólk sem varð útundan í áætlun yfirvalda um að útvega bráðabirgðahúsnæði handa þeim sem misstu heimili sín í kjölfar Katrínar. atlii@24stundir.is