Fjallasöngur Sungið og trallað við vígslu skíðaskálans í Stafdal.
Fjallasöngur Sungið og trallað við vígslu skíðaskálans í Stafdal. — Ljósmynd/Einar Bragi Bragason
Eftir Einar Braga Bragason Á laugardag var vígður nýr skíðaskáli í Stafdal. Skíðasvæðið er rekið af Fljótsdalshéraði og Seyðisfjarðarkaupstað.

Eftir Einar Braga Bragason

Á laugardag var vígður nýr skíðaskáli í Stafdal. Skíðasvæðið er rekið af Fljótsdalshéraði og Seyðisfjarðarkaupstað.

Það var Alcoa Fjarðaál sem gaf skíðaskálann en áður hafði húsið verið notað sem upplýsingamiðstöð á Reyðarfirði. Tómas Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, afhenti húsið formlega og veittu bæjarstjórarnir Ólafur Sigurðsson og Eiríkur Björgvinsson húsinu viðtöku. Cecil Haraldsson sóknarprestur blessaði húsið og að endingu spilaði hljómsveitin Húfur og strigaskór lagið Fjöllin hafa vakað. Eftir þessa athöfn var svo öllum gestum á skíðasvæðinu boðið upp á kaffi og kökur.

Veðrið var eins gott og hugsast gat og færið í fjallinu frábært. Hreindýrahjörð fylgdist svo með úr fjarska á meðan vélsleðamenn léku listir sínar fyrir neðan skíðasvæðið.

Stafdalur er mikil skíðaparadís því þar geta allir verið saman; skíðamenn, brettamenn, gönguskíðamenn og vélsleðamenn.