Á loðnuveiðum
Á loðnuveiðum
ÚTLIT er fyrir að loðnuveiðar séu ekki úr sögunni. Í gærkvöldi hafði Sighvatur Bjarnason VE fundið nokkuð af loðnu norður af Öndverðarnesi í Breiðafirði, en þar hafði skipið verið síðan um morguninn.

ÚTLIT er fyrir að loðnuveiðar séu ekki úr sögunni. Í gærkvöldi hafði Sighvatur Bjarnason VE fundið nokkuð af loðnu norður af Öndverðarnesi í Breiðafirði, en þar hafði skipið verið síðan um morguninn. Helgi Valdimarsson, skipstjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið að veiðst hefðu um 5-600 tonn. Undanfarið hefði þó lítið borið á loðnu að næturlagi. Helgi sagði ókannað hve mikil loðna væri á þessum slóðum, en von væri á þremur til fjórum skipum til viðbótar í dag.

Helgi sagði loðnuna eiga lengra í hrygningu en þá sem til þessa hefur veiðst, en hrognafylling væri mjög góð.