[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Marcelo Lippi , sem stýrði Ítölum til sigurs í heimsmeistarakeppninni í Þýskalandi fyrir tveimur árum, segist gjarnan vilja reyna fyrir sér í ensku úrvalsdeildinni.

M arcelo Lippi , sem stýrði Ítölum til sigurs í heimsmeistarakeppninni í Þýskalandi fyrir tveimur árum, segist gjarnan vilja reyna fyrir sér í ensku úrvalsdeildinni. Lippi ákvað að láta af störfum eftir HM og hefur þessi fyrrverandi þjálfari Juventus ekki stýrt neinu liði síðan. ,,Það yrði skemmtileg og spennandi reynsla að taka við liði í ensku úrvalsdeildinni og ég er svo sannarlega opinn fyrir því, “ sagði Lippi við Sky Sport sjónvarpsstöðina.

Þóra B. Helgadóttir lék í marki Anderlecht sem vann Kontich auðveldlega, 4:0, í belgísku knattspyrnunni um helgina. Toppliðin þrjú unnu öll en Tienen er með 53 stig, Anderlecht 48 og Wezemaal 48 stig í efstu sætunum.

Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í ítalska körfuknattleiksliðinu Lottomatica Roma höfðu betur gegn Armani Mílanó , 80:70, í ítölsku A-deildinni í körfuknattleik í fyrrakvöld og eru Rómverjar í þriðja sæti deildarinnar. Jón Arnór náði ekki að skora í leiknum en hann lék í 16 mínútur og geiguðu öll þrjú þriggja stiga skotin sem hann tók í leiknum. Montepaschi er efst í deildinni með 50 stig, Premiata Montegranaro og Lottomatica Roma hafa 36 stig og Air AV 34 en 18 lið skipa A-deildina.

Louise Friberg frá Svíþjóð sigraði á MasterCard -meistaramótinu á LPGA-kvennamótaröðinni í golfi sem fram fór í Mexíkóborg í Mexíkó . Þetta er fyrsti sigur hennar á mótaröðinni og lék hún samtals á 7 höggum undir pari en Yani Tseng frá Taívan varð önnur á 6 höggum undir pari vallar. Mikil sveifla var á lokadeginum þar sem Friberg var 10 höggum á eftir Ji-Young Oh sem var á þeim tíma efst. Þetta er þriðja atvinnumótið sem Friberg tekur þátt í á ferlinum en hún tryggði sér keppnisrétt á LPGA í desember s.l. með því að enda í 9. sæti á úrtökumótinu.

Per-Joar Hansen , þjálfari sænska knattspyrnuliðsins GIF Sundsvall , hrósaði Sverri Garðarssyni fyrir frammistöðu hans í vörn liðsins þegar það tapaði, 1:0, fyrir Rosenborg í Þrándheimi í æfingaleik á sunnudag. Hansen lýsti yfir ánægju með miðvarðapar sitt, Sverri og Stefan Ålander , á vef félagsins. Ari Freyr Skúlason var líka í liði Sundsvall en Hannes Þ. Sigurðsson er ekki mættur til keppni með félaginu.