Laðar að Skíðavika er á Ísafirði.
Laðar að Skíðavika er á Ísafirði.
Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is FLEST bendir til að Ísafjörður og Akureyri verði vinsælir áfangastaðir hér innanlands um páskahelgina. Þá eru páskaferðir ferðaskrifstofa yfirleitt löngu uppseldar og eins margar áætlunarferðir frá landinu.

Eftir Guðna Einarsson

gudni@mbl.is

FLEST bendir til að Ísafjörður og Akureyri verði vinsælir áfangastaðir hér innanlands um páskahelgina. Þá eru páskaferðir ferðaskrifstofa yfirleitt löngu uppseldar og eins margar áætlunarferðir frá landinu.

Gistirými ku vera orðið uppbókað á Ísafirði en ennþá hægt að fá gistingu í nágrannabæjum. Þá mun einnig vera orðið fullbókað hjá ýmsum sem selja gistingu á Akureyri, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Góð skíðasvæði og skíðasnjór á báðum þessum stöðum þykja laða að skíðafólk um páskana.

Ýmsir menningarviðburðir og önnur afþreying hefur einnig mikið að segja. Þannig hefur tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður laðað nýjan hóp ferðafólks til Ísafjarðar og fjölbreyttir menningarviðburðir og afþreyingarmöguleikar á Akureyri þykja einnig hafa mikið aðdráttarafl.

Millilandaflugvélar Icelandair og Iceland Express fljúga yfirleitt fullsetnar frá landinu þessa dagana, þrátt fyrir að bætt hafi verið við ferðum til vinsælla áfangastaða.

Þá eru páskaferðir ferðaskrifstofa sem Morgunblaðið ræddi við yfirleitt löngu uppseldar. Fólki í ferðaþjónustu, sem rætt var við, bar saman um að það hvetti til ferðalaga um þessa páska hvað hátíðin er snemma árs að þessu sinni.| 12