Al Gore
Al Gore
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Al Gore, handhafi Friðarverðlauna Nóbels og fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, hefur þegið boð forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, um að koma í heimsókn til Íslands dagana 7.-8. apríl næstkomandi.

Al Gore, handhafi Friðarverðlauna Nóbels og fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, hefur þegið boð forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, um að koma í heimsókn til Íslands dagana 7.-8. apríl næstkomandi.

Ólafur Ragnar sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri ánægjuefni að það skyldi hafa geta orðið af þessari heimsókn en bráðum væru tvö ár síðan til tals kom að Gore kæmi til Íslands.

Ólafur Ragnar sagði að Gore hefði lengi haft áhuga á Íslandi og m.a. hefði hann fjallað um eldgos og náttúruhamfarir á Íslandi í bók sem hann gaf út 1992 í aðdraganda forsetakosninganna um loftslagsbreytingar.

„Í þessari heimsókn skapast tækifæri til að kynna honum ýmsar rannsóknir íslenskra vísindamanna og framlag okkar í orkumálum og orkunýtingu. Umræðan um loftslagsbreytingar er í vaxandi mæli að snúast um hvað sé hægt að gera en ekki um hvort þær séu að eiga sér stað eða ekki. Þeirri umræðu er í reynd lokið,“ sagði Ólafur Ragnar.

Fundur opinn almenningi

Meðal þátta í dagskrá heimsóknarinnar verða kynningarfundir með íslenskum vísindamönnum og sérfræðingum, einkum á sviði orkunýtingar og jöklarannsókna. Þá mun Al Gore flytja fyrirlestur á fundi sem opinn verður almenningi og fjalla þar um loftslagsbreytingar, baráttuna gegn þeim og svara fyrirspurnum. Í fréttatilkynningu segir að fundurinn sé haldinn í samstarfi við Glitni.