KISTAN.IS efnir til málþings um netmiðla í dag, þriðjudag, kl. 16.30-18 í Reykjavíkurakademíunni, Hringbraut 121.
KISTAN.IS efnir til málþings um netmiðla í dag, þriðjudag, kl. 16.30-18 í Reykjavíkurakademíunni, Hringbraut 121.
Framsöguerindi heldur Gauti Sigurþórsson menningafræðingur en hann hefur sérstaklega kannað nýjustu þróun í heimi fjölmiðla í tengslum við störf sín í Bretlandi.
Elín Hirst, fréttastjóri RÚV-sjónvarps, og Pétur Gunnarsson, ritstjóri Eyjan.is, munu taka þátt í pallborðsumræðum. Þröstur Helgason stýrir umræðum.