Gengi krónunnar lækkaði um 6,97% í gær og er það mesta gengissveifla sem munað er eftir á einum degi. Úrvalvísitalan í Kauphöll Íslands lækkaði um 3,45% og stóð í 4652 stigum í lok dags.

Gengi krónunnar lækkaði um 6,97% í gær og er það mesta gengissveifla sem munað er eftir á einum degi.

Úrvalvísitalan í Kauphöll Íslands lækkaði um 3,45% og stóð í 4652 stigum í lok dags.

Mesta lækkunin var á bréfum í FL GROUP hf, um 14,41% og bréf í Exista lækkuðu um 10,32%.

Mest viðskipti voru með bréf í Kaupþingi, fyrir ríflega 1,2 milljarða króna. Viðskipti með bréf í Glitni námu tæpum einum milljarði króna.

Hlutabréfavísitölur í erlendum kauphöllum lækkuðu almennt í gær.FTSE í Bretlandi lækkaði um 3,9%, bandaríska NASDAQ-vísitalan lækkaði um 2% og DOW JONES lækkaði um 1%.