Snyrtilegt Málaðu í látlausum lit og hafðu fínt.
Snyrtilegt Málaðu í látlausum lit og hafðu fínt.
Margir leigja út aukaherbergi og getur það reynst ágætis búbót. Ýmislegt ber þó að hafa í huga áður en leigjandinn flytur inn og best að hafa allt á hreinu fyrirfram.

Margir leigja út aukaherbergi og getur það reynst ágætis búbót. Ýmislegt ber þó að hafa í huga áður en leigjandinn flytur inn og best að hafa allt á hreinu fyrirfram. Það er ekki jafn flókið að leigja eitt herbergi og að vera leigusali heillar íbúðar en mikilvægt er að hafa öll tryggingamál á hreinu og bæta við aukatryggingu ef þörf er á. Eins að hafa á hreinu að nóg sé af reykskynjurum og slökkvitækjum á heimilinu og setja upp reykskynjara í herberginu sem þú ætlar að leigja sé hann ekki þegar fyrir hendi.

Það þarf ekki að gera herbergið algjörlega upp frá grunni né láta það líta út eins og á fimm stjörnu hóteli en hreint og látlaust ættu að vera töfraorðin. Nýmálað herbergi gefur góð skilaboð svo og hreinar og vel upp settar gardínur. Þú getur sparað þér tíma í að finna leigjanda með því að heyra í þeim fyrst í síma og fá þannig tilfinningu fyrir hverjum og einum. Búðu þér síðan til lista yfir u.þ.b. fimm sem þér líst best á og hittu þá í eigin persónu.

Skrifaðu upp samning sem leigjandinn skrifar undir. Þar skal koma fram leiga á mánuði og borgunardagur, hvaða vistarverum leigjandinn hefur aðgang að, hvort internet, hiti, rafmagn og annað slíkt er innifalið eða ef ekki þá hve mikið það kostar á mánuði. Ef þú ert formfastur/föst láttu þá leigjandann vita af því strax hvað hann má og má ekki. Þannig getið þið komist hjá óþarfa ágreiningi. Ef eitthvað þarf að ræða skaltu reyna að gera það óformlega yfir góðum kaffibolla eða hvítvínsglasi.

maria@24stundir.is