HK varð í gærkvöld þriðja liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum í deildabikarkeppni karla, Lengjubikarnum í knattspyrnu. Kópavogsliðið vann þá Stjörnuna, 2:1, og er öruggt með annað tveggja efstu sætanna í 4.

HK varð í gærkvöld þriðja liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum í deildabikarkeppni karla, Lengjubikarnum í knattspyrnu. Kópavogsliðið vann þá Stjörnuna, 2:1, og er öruggt með annað tveggja efstu sætanna í 4. riðli þó það eigi einum leik ólokið.

Danski sóknarmaðurinn Iddi Alkhag kom HK yfir í byrjun leiks en Þorvaldur Árnason jafnaði fyrir Stjörnuna. Hörður Magnússon skoraði sigurmark HK snemma í síðari hálfleik.

Um helgina komust Breiðablik og Valur í átta liða úrslitin, án þess að spila sjálf, en liðin tvö hafa unnið alla sína leiki í 1. riðli. Í 2. riðli eru FH og KR nánast örugg áfram. Fram og ÍA standa best að vígi í 3. riðli en KA og Haukar eiga líka ágæta möguleika. Í 4. riðli á Keflavík mesta möguleika á að fylgja HK í 8-liða úrslitin en Fjarðabyggð gæti líka náð öðru sætinu, sem og í raun öll liðin í riðlinum.