[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Í stigagöngum er venja að allar hurðir séu eins. Oft passa þær ekki við hurðir eða innréttingar inni í íbúðunum. Þetta pirrar suma og þeim finnst ganghurðin vera lýti á íbúðinni. Þetta þarf þó ekki að vera vandamál.

Í stigagöngum er venja að allar hurðir séu eins. Oft passa þær ekki við hurðir eða innréttingar inni í íbúðunum. Þetta pirrar suma og þeim finnst ganghurðin vera lýti á íbúðinni.

Þetta þarf þó ekki að vera vandamál. Nú er hægt að fá hurðir sem eru ekki eins báðum megin.

Hurðirnar fást til dæmis í Parka í Kópavogi.

Gísli Valsson, deildarstjóri hurðadeildar, segir að það sé ekkert mál að leysa vanda fólks sem er í þessum sporum. „Við getum komið til móts við flestar óskir í þessum efnum. Hingað koma viðskiptavinir með alls kyns sérþarfir sem við leysum úr. Það er til dæmis ekkert mál fyrir okkur að útvega hurð sem er eikarklædd öðrum megin en hvít hinum megin. Hvítt, hvíttuð eik, eik og hnota er mjög vinsælt í dag. Ég tek eftir því að fólk sem er að gera upp íbúðir kaupir mikið hurðir í þessum litum. Þeir sem búa í fjölbýlishúsum biðja þá gjarnan um að hliðin sem snýr út á ganginn sé í öðrum lit. Tískusveiflur endurspeglast ekki jafn hratt á stigagöngunum og inni í íbúðunum.

Hurðirnar er bæði hægt að fá innfelldar eða með gereftum og í öllum hæðum og breiddum.

Innfelldu hurðirnar eru íslensk framleiðsla en hinar eru þýskar. Þar sem við þurfum að sérpanta þær er afgreiðslutíminn átta til tíu vikur.

Í dag er skylda að hafa eldvarnarhurðir í stigagöngum. Við seljum því langmest af sérpöntuðum eldvarnarhurðum í þessum stíl. Þær kosta um 35.000 krónum meira en hefðbundnar eldvarnarhurðir.

Við getum líka pantað venjulegar innihurðir sem eru ekki eins báðum megin. Ég hef selt svoleiðis hurðir en ekki mjög margar.“