Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson
Vinstri grænir virðast leggja ofurkapp á að gagnrýna Guðlaug Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra og leitast við að gera hann tortryggilegan í hvívetna fyrir þær breytingar á heilbrigðiskerfinu sem hann er talinn munu beita sér fyrir á kjörtímabilinu.

Vinstri grænir virðast leggja ofurkapp á að gagnrýna Guðlaug Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra og leitast við að gera hann tortryggilegan í hvívetna fyrir þær breytingar á heilbrigðiskerfinu sem hann er talinn munu beita sér fyrir á kjörtímabilinu.

Þetta þarf ekki að koma á óvart, ekki frekar en að þeir láti ráðherra Samfylkingarinnar nánast alveg í friði. Þeir líta undan þegar utanríkisráðherra fer til Afganistan og varla heyrist múkk þegar álver rís í Helguvík fyrir framan nefið á umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra.

Það þurfa að fara fram ígrundaðar umræður um heilbrigðismál á Alþingi. Það er augljóslega markmið Sjálfstæðisflokksins að endurskoða heilbrigðispólitíkina og nú þegar hefur heilbrigðisráðherra stigið skref í þá átt, meðal annars með mannabreytingum á Landspítalanum og í heilbrigðisráðuneytinu og með aðgerðum sem stuðla eiga að lækkun lyfjaverðs.

Heilbrigðismál ásamt stóriðju-, varnar- og öryggismálum, voru málaflokkar, sem áttu þátt í því að Sjálfstæðisflokkurinn myndaði ríkisstjórn með Samfylkingu. Að mati Sjálfstæðismanna er meiri stuðningur við aukið frjálsræði og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu innan Samfylkingarinnar en í öðrum flokkum. Fjármunir verða alltaf af skornum skammti – hvernig nýtast þeir landsmönnum best?

Slík stefna varðar grundvallarhagsmuni og heilbrigðisráðherra getur ekki kvartað yfir því að hún sé rædd ítarlega í þingsölum.