Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra lenti í Kabúl í Afganistan um miðjan dag í gær. Í gærkvöldi hitti ráðherra ýmsa fulltrúa alþjóðasamfélagsins í móttöku.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra lenti í Kabúl í Afganistan um miðjan dag í gær. Í gærkvöldi hitti ráðherra ýmsa fulltrúa alþjóðasamfélagsins í móttöku. Meðal þeirra voru fulltrúar í ýmsum frjálsum félagasamtökum sem hafa starfað að uppbyggingu samfélagsins í Afganistan.

Kynnir sér starfsemi friðargæslunnar

Að sögn Urðar Gunnarsdóttur upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins mun ráðherra kynna sér starfsemi íslensku friðargæslunnar og þróunarstarf í landinu af eigin raun. Það er gert með það að markmiði að sjá hvað vel er gert og hvað betur megi fara. Auk þess er stefnt að því að ráðherra hitti ráðamenn í Afganistan, þar á meðal kvennamálaráðherra landsins og forseta. Ingibjörg mun á næstu dögum dvelja mestmegnis í Kabúl en stefnt er að því að hún ferðist einnig um norðurhluta Afganistans. fr