Guðni Franzson
Guðni Franzson
ÞÓRARINN og Hildur Guðnabörn hafa bæði tekið þátt í Músíktilraunum enda eiga þau ekki langt að sækja tónlistargenið, í föður sinn, klarinettuleikarann Guðna Franzson.
ÞÓRARINN og Hildur Guðnabörn hafa bæði tekið þátt í Músíktilraunum enda eiga þau ekki langt að sækja tónlistargenið, í föður sinn, klarinettuleikarann Guðna Franzson. Guðni mætti á úrslitakvöld Músíktilrauna um helgina með eiginkonu sinni og fylgdist með Þórarni þenja gítarinn með sveitinni Agent Fresco. Sveitin bar sigur úr býtum og var Þórarinn jafnframt kjörinn efnilegasti gítarleikari tilraunanna. Þórarinn var áður í hljómsveitinni Death Trap. Hildur hefur tekið þátt í Músíktilraunum þrisvar sinnum, m.a. með Benna Hemm Hemm í sveitinni Mósaík sem komst í úrslit árin 1994 og 1995 og í Woofer sem komst í 3. sæti árið 1997. Sama ár sendi Woofer frá sér smáskífuna Táfýlu og plötuna Woofer fyrir jól, einnig árið 1997.