„SKATTADAGUR“ verður á morgun, 19. mars, í Alþjóðahúsinu og þá munu laganemar Háskólans í Reykjavík ásamt sérfræðingum frá Deloitte aðstoða erlenda einstaklinga við gerð skattframtala frá kl. 9:00 til 21:00. Sl.

„SKATTADAGUR“ verður á morgun, 19. mars, í Alþjóðahúsinu og þá munu laganemar Háskólans í Reykjavík ásamt sérfræðingum frá Deloitte aðstoða erlenda einstaklinga við gerð skattframtala frá kl. 9:00 til 21:00.

Sl. ár hefur Lögrétta, félag laganema við Háskólann í Reykjavík, boðið innflytjendum upp á lögfræðiaðstoð þeim að kostnaðarlausu. Í ljós kom að á því tímabili sem skattgreiðendur skila framtölum sínum annaði kerfið ekki því að aðstoða alla þá sem þurftu framtalsleiðbeiningar. Var það kveikjan að samstarfi Lögréttu, Alþjóðahúss og Deloitte.