FALL varð á á öllum helstu hlutabréfavísitölum heims í gær, að Dow Jones-iðnaðarvísitölunni frátaldri.

FALL varð á á öllum helstu hlutabréfavísitölum heims í gær, að Dow Jones-iðnaðarvísitölunni frátaldri.

Á sama tíma færði Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, rök fyrir því að kreppan nú kynni síðar að verða dæmd sem sú versta í sex áratugi.

Gengi krónunnar lækkaði um 7% í mikilli veltu á millibankamarkaði í gær og var gildi gengisvísitölunnar 153,55 stig við lokun markaða.

Aldrei áður hefur vísitalan lækkað jafnmikið á einum degi. Gengisvísitalan hefur verið reiknuð frá því í byrjun árs 1993 og hefur hún aldrei síðan náð jafn háu gildi. Veikust hafði krónan áður orðið í lok nóvember 2001 en þá var gildi vísitölunnar 151,2 stig. Frá áramótum hefur gengisvísitalan lækkað um 27%.

Úrvalsvísitala kauphallarinnar lækkaði um 3,5% í gær og hefur hún nú lækkað um 26,4% frá áramótum.

Seðlabankastjóri segir vaxtalækkun óraunhæfa

INGIMUNDUR Friðriksson seðlabankastjóri segir að það sé alveg óraunhæft að gera ráð fyrir að stýrivextir verði lækkaðir í apríl miðað við þær sérstöku aðstæður sem nú ríkja á markaði. „Við höfum séð hávaxtamyntir lækka alls staðar og ríkjandi aðstæður á alþjóðlegum fjármálamarkaði eru afar óvenjulegar,“ segir hann. Það sé mjög erfitt að sjá hvað næstu dagar og vikur muni bera í skauti sér. Spurður hvort æskilegt sé að Seðlabankinn reyni að spyrna við falli krónunnar segir hann að inngrip á markaði sé ekki líklegt til þess að skila árangri sé til lengri tíma litið. Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, tók í sama streng í fréttum RÚV í gær. „Vangaveltur manna um að Seðlabankinn sé líklegur til þess að lækka vexti á næsta fundi sínum í apríl eru mun ólíklegri en áður, held ég að flestir hljóti að sjá,“ sagði Davíð. | 2