[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
F lóknar lýsingar á tengslum manna á milli koma sjaldan á óvart á frjálslynda Íslandi. Engum bregður þótt talað sé um fyrrverandi tengdafósturföður númer tvö.

F lóknar lýsingar á tengslum manna á milli koma sjaldan á óvart á frjálslynda Íslandi. Engum bregður þótt talað sé um fyrrverandi tengdafósturföður númer tvö. Pétur Tyrfingsson sálfræðingur náði þó nýjum hæðum þegar hann tengdi sig við Sigurð Kára Kristjánsson þingmann. Pétur sagðist vera kviðmágur hans, gegnum Hafrúnu Kristjánsdóttur , systur Sigurðar, sem Pétur vinnur með á Landspítalanum. Von var að Hafrúnu brygði en hún bloggar:

„Þrenningin var ég, Siggi og Pétur !! Obbobbobb...... Svo allrar sanngirni sé gætt þá tók Pétur það nú fram að þeir væru heilbrigðiskerfiskviðmágar eða eitthvað slíkt. Eins gott... annars hefði Pétur fengið bjórinn yfir sig í næsta starfsmannapartíi.“

F orseti Íslands tilkynnti í gær að Al Gore , fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og friðarverðlaunahafi Nóbels, hefði þegið heimboð Ólafs Ragnars Grímssonar sjöunda til áttunda apríl. Al Gore situr kynningarfundi með vísindamönnum og flytur fyrirlestur um loftslagsbreytingar. Samtímis hefur norræna norðuratlantssamstarfið NORA auglýst að Al Gore verði aðalræðumaður á loftslagsráðstefnunni TransAtlantic Climate Conference í Færeyjum. Varaforsetinn fyrrverandi verður því með annan fótinn í Færeyjum og hinn á Íslandi þessa daga og er vonandi að vel viðri til flugferða milli Færeyja og Íslands þessa vordaga.

D ísilolía er orðin tíu prósentum dýrarari en bensín. Sem minnir á tímabundna breytingu á olíugjaldi sem Árni Mathiesen fjármálaráðherra sagði gegna því hlutverki að jafna verð á dísil og bensíni, olíunni í hag. Breytingin er nú staðfest til frambúðar, en það hrekkur skammt. Árni hefur verið seinn til svara um hvort olíugjaldið verði lækkað meira. Olíufélögin eru sneggri. Þau hækkuðu eldsneytisverð upp fyrir allt sem áður hefur sést, strax og krónan féll í gær.

beva@24.stundir.is