Þurfi Tiger Woods að setja niður 7,5 metra pútt á mölbrotinni flöt til að vinna stórmót í golfi þá gerir hann það. Það var einmitt það sem gerðist um helgina þegar Woods vann sitt sjötta mót í röð, Arnold Palmer-boðsmótið á Bay Hill.

Þurfi Tiger Woods að setja niður 7,5 metra pútt á mölbrotinni flöt til að vinna stórmót í golfi þá gerir hann það. Það var einmitt það sem gerðist um helgina þegar Woods vann sitt sjötta mót í röð, Arnold Palmer-boðsmótið á Bay Hill.

Þar með skaut hann Bart Bryant ref fyrir rass en Bryant hefði unniðsitt fyrsta mót um þriggja ára skeið hefði Woods mistekist að para lokaholuna. Var það nokkuð súrt enda hafði Bryant leikið vel allan lokadaginn og haldið uppi nokkuð stífri pressu á Woods sem þó lét sér það í léttu rúmi liggja þegar til kom. Jafnaði Woods þar með golfgoðið Ben Hogan í fjölda sigra á mótaröðinni bandarísku en sigurinn um helgina var númer 64.