NÝLIÐAR Þróttar úr Reykjavík í úrvalsdeildinni í knattspyrnu hafa fengið unglingalandsliðsmanninn Viktor Unnar Illugason lánaðan frá enska úrvalsdeildarfélaginu Reading. Viktor staðfesti þetta við netmiðilinn Fótbolta.net í gærkvöld.

NÝLIÐAR Þróttar úr Reykjavík í úrvalsdeildinni í knattspyrnu hafa fengið unglingalandsliðsmanninn Viktor Unnar Illugason lánaðan frá enska úrvalsdeildarfélaginu Reading. Viktor staðfesti þetta við netmiðilinn Fótbolta.net í gærkvöld.

Viktor er 18 ára gamall sóknarmaður, uppalinn hjá Breiðabliki. Hann lék níu leiki með liðinu í efstu deild árið 2006, þá 16 ára, og gerði eitt mark, gekk síðan til liðs við Reading í ársbyrjun 2007. Þar hefur hann leikið með unglinga- og varaliðum félagsins. Viktor hefur leikið 23 leiki með yngri landsliðum Íslands.