Listamaður Marianne Greenwood var glæsilegur ljósmyndari.
Listamaður Marianne Greenwood var glæsilegur ljósmyndari.
Í Sjónvarpinu 16. apríl var heimildamynd Titti Johansson um ljósmyndarann Marianne Greenwood. Hún var falleg kona og greind, listræn mjög og átt í mörgum samböndum við áhugaverða karlmenn.

Í Sjónvarpinu 16. apríl var heimildamynd Titti Johansson um ljósmyndarann Marianne Greenwood. Hún var falleg kona og greind, listræn mjög og átt í mörgum samböndum við áhugaverða karlmenn. En vendipunktur í lífi hennar var þegar hún missti barnunga dóttur sína. Þá lagði hún á flótta, eins og hún sjálf orðaði það. Flóttinn bar hana víða og aðskildi hana frá tveimur sonum hennar en færði heiminum mikinn fjölda ótrúlega glæsilegra ljósmynda. En allt kostar sitt - eins og hún orðaði það sjálf. Hún kvað upp þann dóm yfir sjálfri sér að hún hefði ekki verið góð móðir og um það vitnaði mæðusvipurinn á syni hennar sem fygldi henni síðasta spölinn af dyggri sonarrækt. Það er sannarlega dýru verði keypt að ferðast um allan heim og mynda annað fólk meðan eigin börn eru vaxa upp og ganga í gegnum allt það sem eitt barn hendir á uppvaxtarárum. Sjálf hafði hún eftir frægum manni að hún hefði sérstök augu og enn í hárri elli voru augu hennar sérstök. Þau höfðu greinilega séð of mikið - líka inn í hennar eigin sjálf. Hún gaf heiminum mikið safn dýrmætra mynda, greina og bóka en galt að vissu leyti fyrir með eigin sjálfsmynd.

Eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur