Safnahúsið Gestum hússins fjölgar ár frá ári en húsið hýsir fjögur söfn.
Safnahúsið Gestum hússins fjölgar ár frá ári en húsið hýsir fjögur söfn.
Áætlað er að um 40.000 gestir hafi sótt Safnahúsið á Ísafirði í fyrra sem er um 14% meira en á árinu áður, samkvæmt upplýsingum á vef BB.

Áætlað er að um 40.000 gestir hafi sótt Safnahúsið á Ísafirði í fyrra sem er um 14% meira en á árinu áður, samkvæmt upplýsingum á vef BB.

Voru haldnar tólf sýningar og atburðir í húsinu á árinu, sem hýsir Bæjar- og héraðsbókasafnið, Héraðsskjalasafnið, Listasafn Ísafjarðar og Ljósmyndasafnið.

Opnunartíminn hefur sitt að segja

Á vef BB er aukin aðsókn meðal annars skýrð með breyttum opnunartíma Safnahússins en honum var breytt í fyrrasumar.

Meðal annars var sú nýbreytni tekin upp að hafa opið á sunnudögum þegar mest er um ferðamenn í bænum. Sækja þeir töluvert í safnið og þá aðallega „fólk sem hefur áhuga á ættfræði og slíku“ að sögn Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra á Ísafirði.

„Svo finnur fólk bara hvað það er gott að vera þarna, þetta er æðislegt hús á góðum stað,“ segir bæjarstjórinn.

Þarf að bæta aðstöðu fyrir námsmenn

Um 160 manns eru í háskólanámi á Vestfjörðum að sögn Halldórs, og nýta þeir safnið mikið. Jafnframt sækja nemendur í Menntaskólanum á Ísafirði safnið en talið er að

aðstöðu fyrir framhaldsskólanema í Safnahúsinu sé ábótavant og brýn þörf á að bæta þar úr, „sérstaklega í greinum sem nýta gögn safnanna“ segir á vef BB.

Nú eru níu nettengdar tölvur fyrir almenning í húsinu auk þess sem hægt er að tengja fartölvur við netið með örbylgjuloftneti.

thorakristin@24stundir.is