— Ljósmynd/Kristinn
FLESTIR telja sig líklega færa til að gera greinarmun á kexi og köku og að því sé ekki þörf á lagalegri skilgreiningu á muninum á þessum tveimur tegundum kaffibrauðs.

FLESTIR telja sig líklega færa til að gera greinarmun á kexi og köku og að því sé ekki þörf á lagalegri skilgreiningu á muninum á þessum tveimur tegundum kaffibrauðs.

Í Bretlandi er skattálagning hins vegar mismunandi eftir því hvort um er að ræða kex eða kökur. Enginn virðisaukaskattur er lagður á kökur, en kex er hins vegar skattlagt og vegna þessa hafa nokkur áhugaverð dómsmál fallið um grundvallarmuninn á kexi og kökum.

Lagalega skilgreiningin á muninum er nú sú að kex verður mýkra með aldrinum, en kökur verða harðar. Með þessa skilgreiningu að vopni hafa framleiðendur á tekökum, sem lengi voru skilgreindar sem kex, krafist endurgreiðslu á innheimtum skatti. Verslanakeðjan Marks & Spencer vann á dögunum mál fyrir Evrópudómstólnum þar sem breskum yfirvöldum var gert að greiða M&S til baka allan innheimtan virðisaukaskatt af umræddum tekökum. Höfðu yfirvöld aðeins greitt hluta skattsins til baka þar sem þau sögðu fyrirtækið hafa velt skattinum yfir á neytendur. Evrópudómstóllinn tók þau rök ekki gild og dæmdi M&S í hag.