HREINDÝR eru algeng sjón á Fagradal, milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar. Þessi tarfur þurfti þar að gera sér að góðu að róta í snjónum eftir æti. Fagridalur og Fjarðabyggð eru eitt veiðisvæði.
HREINDÝR eru algeng sjón á Fagradal, milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar. Þessi tarfur þurfti þar að gera sér að góðu að róta í snjónum eftir æti. Fagridalur og Fjarðabyggð eru eitt veiðisvæði. Þar er að finna tvær hjarðir, Reyðarfjarðar- og Sandvíkurhjörð, sem nefnast eftir því hvar kýrnar bera. Að sögn Skarphéðins G. Þórissonar, hreindýrasérfræðings Náttúrustofu Austurlands, eru mörkin milli hjarðanna í Oddsskarði. Um 1980 taldi Reyðarfjarðarhjörðin um 200 dýr, en svo fækkaði í henni og dýrin hurfu að mestu. Síðan snemma á 10. áratugnum hefur hún byggst upp og er nú að ná fyrri stærð á ný.