Valdís Þóra Jónsdóttir
Valdís Þóra Jónsdóttir
VALDÍS Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Leyni á Akranesi, sigraði á alþjóðlegu áhugamannamóti sem lauk á Kýpur í gær.
VALDÍS Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Leyni á Akranesi, sigraði á alþjóðlegu áhugamannamóti sem lauk á Kýpur í gær. Valdís lék samtals á 2 höggum yfir pari en hún var á 70 höggum eða 2 höggum undir pari á fyrri hringnum og 76 höggum í gær eða 4 höggum yfir pari. Alls luku 27 keppendur leik af þeim 29 sem hófu keppni. Heiða Guðnadóttir úr GS endaði í þriðja sæti á 10 höggum yfir pari (78-76). Eygló M. Óskarsdóttir úr GKG varð fjórða á 16 höggum yfir pari (81-79) og Ragna Björk Ólafsdóttir úr GR varð fimmta á 20 höggum yfir pari (83-81). Á föstudag hefst keppni í karlaflokki og þar leika þeir: Andri Már Óskarsson GHR, Axel Bóasson GK, Björn Guðmundsson GA, Guðjón Henning Hilmarsson GKG og Rúnar Arnórsson GK.