VERÐBÓLGA á ársgrundvelli á evrusvæðinu var 3,6% í marsmánuði og hefur ekki mælst meiri á svæðinu í 16 ár. Jókst verðbólgan um 1% í mars frá fyrri mánuði, samkvæmt endurskoðuðum tölum sem evrópska hagstofan birti í gær.

VERÐBÓLGA á ársgrundvelli á evrusvæðinu var 3,6% í marsmánuði og hefur ekki mælst meiri á svæðinu í 16 ár. Jókst verðbólgan um 1% í mars frá fyrri mánuði, samkvæmt endurskoðuðum tölum sem evrópska hagstofan birti í gær. Er þessi mikla verðbólga rakin til hækkunar á eldsneytis- og matarverði, aðallega á mjólkurvörum og hrísgrjónum. Á sama tíma stóð ársverðbólgan í Bretlandi í stað í marsmánuði, er nú 2,5%.

Í Morgunkorni Glitnis er bent á að hagvaxtarhorfur hafi versnað á evrusvæðinu að undanförnu. Mikil og viðvarandi verðbólga dragi úr líkum þess að stýrivextir verði lækkaðir frekar á árinu.