Fimleikastjarnan Alína Kabajeva
Fimleikastjarnan Alína Kabajeva
RÚSSNESKA síðdegisblaðið MK fullyrðir, að Vladímír Pútín, fráfarandi forseti Rússlands, hafi skilið við konu sína, Ljúdmílu, og sé nú kominn með fimleikastjörnuna Alínu Kabajevu upp á arminn.

RÚSSNESKA síðdegisblaðið MK fullyrðir, að Vladímír Pútín, fráfarandi forseti Rússlands, hafi skilið við konu sína, Ljúdmílu, og sé nú kominn með fimleikastjörnuna Alínu Kabajevu upp á arminn.

Pútín er 56 ára en Kabajeva, sem er fræg fyrir sína „liðamótalausu leikni“, er aðeins 24 ára. Var hún kjörin á þing í síðustu kosningum.

Sagt er, að þau Pútín og Kabajeva hafi kynnst fyrst á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000 en þá vann hún til bronsverðlauna. Hún hreppti síðan gullið á leikunum í Aþenu. Segir í blaðinu, að þau ætli að láta gefa sig saman í Pétursborg á sumri komanda eða skömmu eftir að Pútín lætur formlega af embætti sem forseti landsins.

Fréttin í MK sætir allnokkrum tíðindum því að það hefur hingað til ekki verið liðið, að rússneskir fjölmiðlar geri einkalíf æðstu valdamanna að umfjöllunarefni. Í MK var raunar tekið svo til orða, að Pútín hefði tekið Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, sér til fyrirmyndar.