Fela Kuti
Fela Kuti
Á TÓNLEIKUM Múlans á Domo í kvöld leikur hljómsveitin Moses Hightower.
Á TÓNLEIKUM Múlans á Domo í kvöld leikur hljómsveitin Moses Hightower. Hljómsveitina skipa nú: Steingrímur Teague hljómborðsleikari, Magnús Tryggvason trommuleikari, Daníel Böðvarsson gítarleikari og Andri Ólafsson bassaleikari, en auk þeirra lúðurþeytararnir Ingimar Andersen, Ari Bragi Kárason, Samúel Samúelsson, Kjartan Hákonarson og Óskar Guðjónsson, Ómar Guðjónsson gítarleikari og Helgi Svavar Helgason slagverksmaður. Leikin verður „afrobeat“ tónlist í anda Nígeríumannsins Fela Kuti; bræðingur djass, fönks og afrískrar tónlistar.