Landhelgisgæslunni barst tilkynning klukkan hálfellefu í gærmorgun um að neyðarsendir gæfi frá sér merki á Snæfellsnesi. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang, björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ kölluð út og lögreglu gert viðvart.

Landhelgisgæslunni barst tilkynning klukkan hálfellefu í gærmorgun um að neyðarsendir gæfi frá sér merki á Snæfellsnesi. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang, björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ kölluð út og lögreglu gert viðvart. Stóð leit yfir í um tvo tíma en leitað var bæði á landi og sjó uns neyðarsendir fannst síðdegis, bundinn við ruslagám á ruslahaugum á Rifi á Snæfellsnesi. Málið er í rannsókn. mbl.is