Á fyrstu 102 dögum þessa árs voru 6955 ökutæki nýskráð hér á landi. Í fyrra voru 5999 ökutæki nýskráð eftir jafn marga skráningardaga og hefur því nýskráðum ökutækjum fjölgað um 15,9% á milli ára.

Á fyrstu 102 dögum þessa árs voru 6955 ökutæki nýskráð hér á landi. Í fyrra voru 5999 ökutæki nýskráð eftir jafn marga skráningardaga og hefur því nýskráðum ökutækjum fjölgað um 15,9% á milli ára.

Fyrstu 53 daga ársins hafði nýskráning ökutækja hins vegar aukist um 46,8% miðað við sama tíma í fyrra og virðist því heldur vera að draga úr aukningunni, segir á heimasíðu Umferðarstofu.

Sama má sjá í eigendaskiptum ökutækja, því þeim hefur fækkað á milli ára. Voru skráð eigendaskipti 26402 á fyrstu 102 dögum ársins en 26773 á sama tímabili í fyrra. Þar með hefur orðið 1,4% samdráttur í eigendaskiptum. Fyrstu 53 daga ársins var þó 2,6% aukning í eigendaskiptum miðað við í fyrra. þkþ