Heildsöluverð dýralyfja hefur hækkað um 12-20% frá því í janúar síðastliðnum samkvæmt upplýsingum frá lyfjagreiðslunefnd.

Heildsöluverð dýralyfja hefur hækkað um 12-20% frá því í janúar síðastliðnum samkvæmt upplýsingum

frá lyfjagreiðslunefnd. Á vefsíðu Landssambands kúabænda segir að væntanlega sé þar um að kenna gengislækkun krónunnar sem innflytjendur hafi skilað samviskusamlega út í verðlag.

Þá segir að Estrumat, Orbenin og Orbeseal hafi hækkað minnst, um 12,1%, en Latocillin hefur hækkað langmest, eða um 20%. Flest önnur lyf á listanum hafa hækkað um ríflega 15%.