MÁLÞING um íslenskukennslu erlendis, þýðingar, bókmenntakynningu og norræna málstefnu verður haldið í Þjóðarbókhlöðunni föstudaginn 18. apríl kl. 14-17.

MÁLÞING um íslenskukennslu erlendis, þýðingar, bókmenntakynningu og norræna málstefnu verður haldið í Þjóðarbókhlöðunni föstudaginn 18. apríl kl. 14-17. Íslensk málnefnd, Bókmenntasjóður og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn bjóða til málþingsins.

Fram kemur í tilkynningu m.a. að meðal þess sem rætt verður á þinginu er kennsla íslenskra barna erlendis og tvítyngi, íslenskukennsla við erlenda háskóla, þýðingar á íslenskum bókmenntum á önnur tungumál og bókmenntakynning, íslenskt mál og norræn málstefna.

Frummælendur verða Annette Lassen, dósent í dönsku við HÍ, Jón Gíslason, stundakennari í íslensku við HÍ, Philip Roughton, þýðandi, rithöfundurinn Sjón og Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir, verkefnisstjóri í Laugalækjarskóla. Almennar umræður verða að loknum framsöguerindum.