Tárin þerruð. Norður &spade;G763 &heart;G1042 ⋄Á6 &klubs;1076 Vestur Austur &spade;D10 &spade;ÁK954 &heart;9873 &heart;6 ⋄-- ⋄G1072 &klubs;ÁKDG532 &klubs;984 Suður &spade;82 &heart;ÁKD5 ⋄KD98543 &klubs;-- Suður spilar 5⋄...

Tárin þerruð.

Norður
G763
G1042
Á6
1076
Vestur Austur
D10 ÁK954
9873 6
-- G1072
ÁKDG532 984
Suður
82
ÁKD5
KD98543
--
Suður spilar 5 doblaða.

„Ég trúi þessu ekki, áttu engan tígul? Þá fer ég einn niður.“ Suður lagði upp og harmaði þau örlög sín að lenda í 4-0 legu í trompi. En ekki lengi.

Spilið er frá undanúrslitum Íslandsmótsins og gekk á ýmsu, auðvitað, eins og alltaf þegar skiptingin er mikil. Á tilvitnuðu borði vakti vestur á 2, Precision , og austur hleraði með 2. Suður ákvað að ganga rösklega til verks og stökk í 5, sem vestur passaði treglega og líka þegar makker hans doblaði. En hvað gat hann svo sem gert? Vörnin fékk tvo slagi á spaða og einn á tromp.

„Mig grunaði það, við eigum sex lauf,“ sagði vestur í eftirmálanum og suður þerraði tárin. „Ég passaði fimm tígla – það er krafa ,“ bætti vestur við og reyndi þannig að gera makker sinn samsekan, án árangurs. Í svona spilum verða menn að hrökkva eða stökkva. Það er ekki til vísindaleg lausn.