Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur tekið fyrir mál hins 43 ára Patricks Kennedys, sem sakfelldur var fyrir að nauðga átta ára stjúpdóttur sinni árið 1998. Kennedy var dæmdur til dauða fyrir verknaðinn af dómstól í Louisianaríki.

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur tekið fyrir mál hins 43 ára Patricks Kennedys, sem sakfelldur var fyrir að nauðga átta ára stjúpdóttur sinni árið 1998. Kennedy var dæmdur til dauða fyrir verknaðinn af dómstól í Louisianaríki.

Halda lögfræðingar Kennedys því fram að aftöku skuli ekki beita í málum þar sem fórnarlambið lifir af. Vísa þeir til ákvörðunar hæstaréttar frá árinu 1977, þar sem kveðið er á um að dauðarefsingar eigi ekki við í nauðgunarmálum. Segja lögfræðingarnir að hið sama hljóti að eiga við þótt börn eigi í hlut. aij