ENDURMENNTUN Háskóla Íslands mun í samstarfi við Samband íslenskra auglýsingastofa, SÍA, bjóða upp á nýtt nám næsta haust í markaðssamskiptum og vörumerkjastjórnun. Námið er 12 einingar á háskólastigi og nær yfir tvö misseri. Í tilkynningu segir m.a.

ENDURMENNTUN Háskóla Íslands mun í samstarfi við Samband íslenskra auglýsingastofa, SÍA, bjóða upp á nýtt nám næsta haust í markaðssamskiptum og vörumerkjastjórnun. Námið er 12 einingar á háskólastigi og nær yfir tvö misseri. Í tilkynningu segir m.a. að kennarar námsins hafi allir mikla reynslu af markaðsstörfum, sem markaðsstjórar og/eða markaðsráðgjafar, og af kennslu á háskólastigi. Umsjónarmenn námsins eru Kristján Geir Gunnarsson MBA, markaðsstjóri Nóa-Siríus, Árni Árnason, MA í markaðssamskiptum, Hörður Harðarson Msc., markaðsstjóri hjá Ölgerðinni, og Stefán Sveinn Gunnarsson Msc., MBA, forstöðumaður þjónustu hjá Tryggingamiðstöðinni. Að auki koma að náminu fjölmargir gestafyrirlesarar víðs vegar að úr atvinnulífinu.

Námið hefst í september 2008, en tekið er við umsóknum til 5. maí næstkomandi.