ÉG STARFAÐI í áratugi við fasteignasölu. Var oft spurður um líklega þróun fasteignaverðs. Fólk vildi vita hvenær væri best að selja eða kaupa. Maður reyndi að svara slíkum spurningum gáfulega. En ég hætti því fljótt.

ÉG STARFAÐI í áratugi við fasteignasölu. Var oft spurður um líklega þróun fasteignaverðs. Fólk vildi vita hvenær væri best að selja eða kaupa. Maður reyndi að svara slíkum spurningum gáfulega. En ég hætti því fljótt. Mér varð ljóst að um það var engu hægt að spá. Óvissuþættirnir voru svo margir. Fiskafli, gengisfellingar, kjaradeilur, veður, stjórnmálaástandið, vextir, atvinnuástand, kaupmáttur, lóðaúthlutanir, lánamöguleikar, breytilegar vinsældir byggingarsvæða, sálarástand þjóðarinnar – og svo margt, margt fleira. Allt spilaði þetta inn í verðlag fasteigna. Enginn hafði yfirsýn yfir alla þessa þætti. Ekki einu sinni Seðlabankinn!

Þetta er nákvæmlega eins í dag.

Ég veit ekki hvað Seðlabankanum gengur til með spá sinni um 30% raunlækkun fasteignaverðs.

Trúi því tæpast að spáin sé brella, þó bankinn glími við vanda – en vísindi eru þetta ekki.

Höfundur er lögfræðingur.