— Morgunblaðið/Davíð Pétursson
Borgarfjörður | Tekin hefur verið skóflustunga að nýjum leikskóla á Hvanneyri. Leikskólinn verður við Arnarflöt 1 á Hvanneyri og verður 587 m² en lóð skólans er 5.894 m². Lægsta tilboð var frá Nýverk ehf. í Borgarnesi. Þann 28. mars sl.

Borgarfjörður | Tekin hefur verið skóflustunga að nýjum leikskóla á Hvanneyri. Leikskólinn verður við Arnarflöt 1 á Hvanneyri og verður 587 m² en lóð skólans er 5.894 m².

Lægsta tilboð var frá Nýverk ehf. í Borgarnesi. Þann 28. mars sl. undirrituðu Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri og Ólafur Axelsson hjá Nýverki undir verksamning verksins en hann hljóðar upp á 180.043.355 kr. Áætluð verklok eru í desember nk.

Tvö börn úr leikskólanum Andabæ á Hvanneyri fengu að taka skóflustunguna, það voru þau Vignir Þór Kristjánsson og Ásdís Lilja Arnardóttir en þau verða bæði sex ára á þessu ári og koma því ekki til með að nota nýja leikskólann því grunnskólinn bíður þeirra í haust. Eftir að fyrsta skóflustungan var afstaðin komu öll börn úr leikskólanum Andabæ og tóku skóflustungu með eigin skóflu og að endingu reyndi Valdís Magnúsdóttir leikskólastjóri á tækjahæfileika sína með því að taka skóflufylli af jarðvegi með gröfunni.