Allir góðir grillarar þurfa nýjar og ferskar uppskriftir til að heilla matargesti. Þessar uppskriftir er að finna á vefsíðunni www.noatun.is. Grillaður sinnepsgljáður lax *800 g lax, laxaflak, beinhreinsað með roði *pipar, nýmalaður *3 msk.

Allir góðir grillarar þurfa nýjar og ferskar uppskriftir til að heilla matargesti. Þessar uppskriftir er að finna á vefsíðunni www.noatun.is.

Grillaður sinnepsgljáður lax

*800 g lax, laxaflak, beinhreinsað með roði

*pipar, nýmalaður

*3 msk. púðursykur

*2 msk. Dijon-sinnep

*2 msk. sojasósa

*1,5 msk. rauðvínsedik eða balsamedik

Leiðbeiningar:

Laxinum er skipt í fjögur stykki og þau krydduð með dálitlum pipar. Púðursykri, sinnepi og sojasósu blandað saman og laxinn penslaður með gljáanum. Laxastykkin grilluð í 3-4 mínútur á hvorri hlið (fyrst með roðhliðina upp), pensluð aftur og snúið. Laxinn er grillaður þar til hann er eldaður í gegn en þá færður á fat. Edik hrært saman við það sem eftir er af gljáanum og dreypt yfir laxinn.

Grilluð T-bone steik

*T-bone steikur (2x600 g)

*salt

*pipar

Leiðbeiningar:

Takið kjötið úr kæli minnst þremur tímum áður en það er grillað, því þannig næst jafnari steiking. Skerið í gegnum sinina á kjötinu á tveimur stöðum (hægt er að biðja um það í kjötborði Nóatúns). Hitið grillið mjög vel og grillið kjötið í 3 mínútur á hvorri hlið á mesta hita. Lækkið þá hitann og grillið áfram í 5-7 mínútur á hvorri hlið og kryddið með salti og pipar. Berið steikurnar fram með kaldri Nóatúns-villisveppasósu, fersku salati og bökuðum Duches-kartöflum. iris@24stundir.is