Alþjóðahúsið hefur auglýst eftir nýju húsnæði. Að sögn Helgu Ólafsdóttur upplýsingafulltrúa er Alþjóðahúsið fyrir nokkru búið að sprengja núverandi húsnæði, á Hverfisgötu 18, utan af sér.

Alþjóðahúsið hefur auglýst eftir nýju húsnæði. Að sögn Helgu Ólafsdóttur upplýsingafulltrúa er Alþjóðahúsið fyrir nokkru búið að sprengja núverandi húsnæði, á Hverfisgötu 18, utan af sér. „Starfsemi Alþjóðahússins hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár og starfsmönnum fer sífellt fjölgandi,“ segir Helga.

Ekki hefur enn fundist nýtt húsnæði, en Helga segir stefnt að því að hið nýja húsnæði verði í miðbænum líkt og hið gamla. „Það skiptir okkur miklu að vera miðsvæðis, t.d. til að vera í færi við helstu strætóleiðir.“

Café Cultura, sem hýst er á sama stað og starfsemi Alþjóðahússins, mun ekki flytja með starfseminni, enda er rekstur Culturu óðháður rekstri Alþjóðahússins. Helga segir ekki ákveðið hvort kaffihús verður í nýja húsnæðinu. hos