Fjörefli ehf. skrifaði í dag undir samstarfssamning við Reykjavíkurborg um uppbyggingu alhliða afþreyingargarðs fyrir alla aldurshópa í Gufunesi í Grafarvogi.

Fjörefli ehf. skrifaði í dag undir samstarfssamning við Reykjavíkurborg um uppbyggingu alhliða afþreyingargarðs fyrir alla aldurshópa í Gufunesi í Grafarvogi.

Viðræður við Reykjavíkurborg um uppbyggingu svæðisins hófust snemma árs 2005 og lauk í dag með formlegri undirskrift eigenda Fjöreflis ehf., Ingibjargar Guðmundsdóttur og Eyþórs Guðjónssonar við Ólaf F. Magnússon borgarstjóra.

Á næstu mánuðum mun endanleg hönnun svæðisins verða kláruð en fyrsti hluti starfseminnar verður opnaður nú í sumar.

Til þess að vel takist til og svæðið verði gróðri vaxið sem fyrst hefur Reykjavíkurborg lýst yfir áhuga á því að taka þátt í uppgræðslu svæðisins í heild svo skapa megi skjólsælan og hlýlegan skemmtigarð fyrir alla segir í tilkynningu.