Salvör | 16. apríl Kerfisbundin kvennakúgun sem byrjar á barnamisþyrmingum Stelpunni Nujood Ali í Jemen var í vikunni bjargað úr ánauð og miskunnsamur dómari veitti henni skilnað frá eiginmanni sínum.

Salvör | 16. apríl

Kerfisbundin kvennakúgun sem byrjar á barnamisþyrmingum

Stelpunni Nujood Ali í Jemen var í vikunni bjargað úr ánauð og miskunnsamur dómari veitti henni skilnað frá eiginmanni sínum. Hún var 8 ára seld af föður sínum í hjónaband til 30 ára manns og neydd til að flytjast til hans og nauðgað og misþyrmt mánuðum saman áður en henni var bjargað. Nujood kemur úr bágstaddri fjölskyldu, faðir hennar er betlari og þjáist af geðsjúkdóm.

... Nujood er ekki eina stelpan í heiminum sem býr við svona skelfilegar aðstæður, aðstæður þar sem hún er hneppt í ánauð á barnsaldri og ætlað að vera kynlífsþræll og heimilisþræll manns sem hefur keypt hana af föður hennar. Það eru tugmilljónir telpna viðs vegar um heiminn í svona stöðu, lesið líka sögurnar af Rakiya og Maimuna og Chaya og Zulai og Helena og Rohini og Aisha og Adjaratou og Fatoumata og Halima og Mariana og Takia og Shahnaz og Rebeca og Nurjahan og Bijli og. Shein svo aðeins séu sett andlit á örfáar af þeim stúlkum sem sviptar eru bernskunni og framtíðarmöguleikum og lokaðar inn á heimilum ofurseldar valdi karlmanna sem hafa samið um ævilanga notkun á þeim sem vinnuþrælum, kynlífsþrælum og útungunarvélum fyrir börn sín. Allt er þetta gert í krafti hefðarinnar og viðtekinna venja í samfélaginu og sums staðar í heiminum er mjög erfitt fyrir foreldra að vernda dætur sínar svo þær geti aflað sér menntunar og gifti sig eldri.... Viðhorf karlmanna sem kaupa stúlkubörn eru kannski svipuð og fyrrverandi eiginmanns barnsins Nujood en hann telur sig í heilögum rétti og neitar að sleppa stúlkunni og viðurkenna skilnaðinn ...

... Eiginmaðurinn fyrrverandi er í varðhaldi að mér skilst vegna þess að hann er talinn vera hættulegur öryggi Nujood en samkvæmt lögum Jemen telst hann ekki hafa framið neinn glæp. Það er útbreiddur siður í Jemen að gifta stelpur á barnsaldri eins og víðar í heiminum.

... Bætt menntun kvenna og mannréttindi fyrir stúlkubörn eru brýn verkefni í heiminum í dag, ekki bara vegna þeirra miklu þjáninga ...

salvor.blog.is