VILTU hagnast á því að brjóta íslenska hagkerfið á bak aftur?
VILTU hagnast á því að brjóta íslenska hagkerfið á bak aftur?“ Með þessum orðum hefst grein í sænska viðskiptablaðinu Dagens Industri í fyrradag og við fyrstu sýn mætti ætla að þar væri á ferðinni leiðarvísir um skortsölu fyrir þá sem hafa hug á að græða á Íslandi. Þegar greinin er lesin betur kemur í ljós að svo er þó alls ekki. Höfundurinn endurtekur vissulega þær lýsingar sem opinberir aðilar hér á landi hafa gefið út um aðferðir þeirra er sagðir eru hafa vegið að íslenska hagkerfinu en greinin fjallar þó að mestu leyti um þá gildru sem Seðlabankinn og stjórnvöld gætu hugsanlega lagt fyrir spákaupmenn.