— Ljósmynd/Halldór Kolbeins
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
MIKIÐ álag var á sölukerfi Icelandair í gær, en þá hófst þriggja daga tilboð sem býður félögum í vildarklúbbi flugfélagsins að kaupa sér ferðir með inneignarpunktum á helmingi lægra punktaverði en áður.

MIKIÐ álag var á sölukerfi Icelandair í gær, en þá hófst þriggja daga tilboð sem býður félögum í vildarklúbbi flugfélagsins að kaupa sér ferðir með inneignarpunktum á helmingi lægra punktaverði en áður.

Hjörvar Sæberg Högnason, sölustjóri hjá Icelandair, segir að þó að vel hafi verið mannað hafi margir viðskiptavinir þurft að bíða lengi eftir því að komast í samband við sölumann. Segir hann að þegar mest var hafi upp undir 60 manns beðið og yfir daginn var um 1.300 símtölum sinnt.

Viðskiptavinir Icelandair safna vildarpunktum með viðskiptum sínum við flugfélagið og samstarfsaðila og segir Hjörvar að margir eigi inni fjölda punkta en séu ekki nógu duglegir að nýta sér þá. Punktarnir séu verðmætir, og með nógu mörgum punktum má borga heilu ferðirnar.

Þó að punktarnir geti dugað fyrir öllu farinu þurfa viðskiptavinir að greiða þá skatta sem leggjast á ferðina. Glöggur viðskiptavinur hafði bent blaðamanni á að skattar á flugmiða hefðu hækkað og staðfesti Hjörvar það. Hækkunin skýrist af því að umræddir skattar leggjast á í erlendri mynt og stafar hækkunin einkum af lækkuðu gengi krónunnar.

mbl.is Sjónvarp

Mikið álag og mikill hasar