Atvinnuleysi mældist 2,3% á fyrsta fjórðungi ársins samkvæmt Hagstofunni. Er það 0,3% meira en á sama ársfjórðungi í fyrra, og skv.

Atvinnuleysi mældist 2,3% á fyrsta fjórðungi ársins samkvæmt Hagstofunni. Er það 0,3% meira en á sama ársfjórðungi í fyrra, og skv. frétt frá greiningardeild Glitnis í fyrsta skipti sem atvinnuleysi eykst á milli ára síðan Hagstofan hóf að gera samfelldar vinnumarkaðsrannsóknir árið 2003.

Atvinnuleysi mældist 2,5% hjá körlum en 2,2% hjá konum. Eins og áður var atvinnuleysið mest hjá fólki á aldrinum 16 til 24 ára, eða 6,5%.

„Meðalfjöldi vinnustunda hjá þeim sem voru við vinnu í viðmiðunarvikunni var 40,8 klukkustundir á fyrsta fjórðungi ársins, sem er 0,8 stundum minna en á sama tíma í fyrra. Meðalfjöldi vinnustunda hjá þeim sem voru í fullu starfi var 46,2 klst., 49 klst. hjá körlum en 41,7 klst. hjá konum,“ segir í frétt greiningardeilarinnar. hos